Bitra

Ég hef elskað margan mann
af misjafnlegum þunga
og heitast þeim mitt hjarta brann
sem harðast lék mig unga.

Allir skildu þeir eftir sig
ör á hjarta mínu
en enginn framar fangar mig
með fagurhjali sínu.

Einatt brölti ég upp á mann
sem er víst þannig gerður
en engan legg ég ást við þann
sem ekki er tára verður.

Eftir lítð lausafling
læt ég sem ég hat´ann
mig vantan engan vitleysing,
víktu frá mér Satan.