Þér í örmum finn ég frið
fýsn þótt vekir mína.
Mér er ljúft að leika við
leyndarstaði þína.

Hárið rauða heillar mig
hálfu meir þótt kvekki
óttinn við að elska þig
ef þú vilt mig ekki.

Þegar haustar það ég skil
þig ég hlýt að missa.
Fram að því ég fegin vil
freknur þínar kyssa.

 

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: Ástin

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago