Vísur handa manninum sem átti ekki tíkall

Víst ég er í vanda stödd
viti firrt og láni
Fyrir þinni flauelsrödd
féll ég eins og kjáni.

Ótal konur elska þig
engri trúr þótt reynist.
Það er líkt um þær og mig,
þræll í hverri leynist.

Satinhörund, silkihár,
söngur hreinn og þýður.
Frjór í hugsun, fyndinn, klár,
frekjan í þér sýður.

Úávið þótt frjáls og fús
fegri eg þína bletti,
oft mér líður eins og mús
undir fjalaketti.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: Ástin

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago