Ljóð handa birkihríslum

Síðustu nótt ársins lá hrímþokan yfir Fellunum og kyssti litla birkihríslu ísnálum. „Öll ertu fögur vina“ hugsaði hríslan og speglaði sig í Fljótinu þegar morgunbirtan sindraði á hvítan kjólinn. Síðasta dag ársins varð litlu birkihríslunni kalt og hún fagnaði sólinni sem loksins skreið undan skýi sínu og bræddi héluna af greinum hennar. Á nýársnótt stóð hún nakin frammi fyrir Fljótinu. Henni fannst hún ekki lengur falleg en ekki hrjáði hana kuldinn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum svo gættu þín sól, litlar birkihríslur ættu ekki að bruma á vetrum.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: Prósaljóð

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago