Sumir eru fullir af skít

Til skamms tíma voru allar hugmyndir mínar um krufningar sóttar í ameríska sjónvarpsþætti sem ég er ekkert viss um að séu áreiðanlegar heimildir. Ég hef heldur aldrei hugsað mikið um þær. Í síðustu viku sá ég viðtalsþátt sem vakti hjá mér nokkrar spurningar sem varða krufningar og saursöfnun í ristli. (Ath að myndskeiðið er ekki úr þeim sama þætti)

-Þegar lík er krufið, eru þá hægðirnar vigtaðar?
-Eða er það bara gert ef þær eru óvenju miklar?
-Eða ef hinn látni var frægur?
-Hvar eru skýrslur um þann kúk sem finnst í líkum varðveittar?
-Eru til heimilidir um hægðamagn í ristli fleiri frægra manna?

Nú var Elvis afmyndaður af spiki á þess tíma mælikvarða en hann þætti ekkert svo rosalegur í dag. Ég trúi því alveg að hann hafi verið fullur af skít en 60 kg hljómar eiginlega svolítið ýkt. Ég er sjálf 46 kg og mér finnst frekar óhugnanlegt til þess að hugsa að ég hefði komist fyrir í ristli hans ásamt þokkalegum bakpoka. Gæti alveg verið efni í hryllingsmynd. Reyndar hef ég aldrei séð svo mikinn kúk samankominn nema þá í fjóshaug.

Viðtalið kveikti hjá mér hugmynd að raunveruleikaþáttum sem ættu að geta slegið öll áhorfsmet en þar sem ég hef nóg annað að gera vil ég varpa hugmyndinni til þeirra sem vildu nýta sér hana. Einhver ætti að taka sig til og gera sjónvarpsþætti þar sem frægir fituhlunkar láta skola út úr saurbænum á sér og vigta afrekin. Þeir gætu t.d. heitað „Þrykkt úr þarminum“.

Share to Facebook

1 thought on “Sumir eru fullir af skít

 1. ——————————————–

  híhí. nú er ég með pikkfasta mynd í hausnum af litlu ljóshærðu þér, trítlandi um með bakpoka í völundarhúsi tónelskra þarma og ristils:D

  bakgrunnstónlist: Elvis hummar lag…hvaða lag?

  Posted by: baun | 3.02.2007 | 10:59:01

  ——————————————–

  snilld, púra snilld

  Posted by: hildigunnur | 3.02.2007 | 12:22:00

  ———————————————

  Don’t be cruel / To a colon that’s full

  Posted by: Elías | 3.02.2007 | 14:50:34

  ———————————————————————-

  lol! nú varstu fyndinn Elías:D

  Posted by: baun | 3.02.2007 | 16:35:14

  ———————————————————————-

  Þú segir þetta eins og það væri eitthvað sjaldgæft.

  Posted by: Elías | 3.02.2007 | 20:25:08

  ———————————————————————-

  Gísli fjallaði um þetta hér: http://malbein.net/?p=1218

  Vek athygli á athugasemd Eyju og tengingu á Snopes, þar sem þarmainnihald Elvis og John Wayne er útlistað.

  Posted by: j | 4.02.2007 | 0:11:57

Lokað er á athugasemdir.