Sár út í Steingrím

Þegar Steingrímur stakk upp á netlöggu var ég sannfærð um að hann hefði sagt þetta í andartaks hugsunarleysi. Í dag hefur Blaðið svo eftir honum að þessi aukaframboð trufli umræðuna og þegar maður sér dæmigerðum fasitahugsunarhætti bregða fyrir hjá sama manninum hvað eftir annað, fer maður að efast um yfirlýsta lýðræðisást hans.

Auðvitað er það ergilegt fyrir flokk sem lengst af hefur verið litlinn-þinn á þingi en sér loksins fram á að komast til valda þegar önnur smáframboð blanda sér í slaginn. Framboð sem jafnvel hugnast einhverjum sem annars hefðu kosið litlan-sinn. Já og vissulega væri skilvirkara að hafa færri flokka í framboði. Það allra skilvirkasta væri auðvitað að hafa bara einvald. Ég get vel skilið að Steingrímur og fleiri froðufelli yfir nýjum framboðum í góðra vina hópi en á meðan við þykjumst vera lýðræðisríki er það algerlega óviðeigandi að stjórnmálamenn leyfi sér að gagnrýna opinberlega annan flokk fyrir nokkurt annað en stefnu hans og málflutning. Það kemur málinu ekkert við hvort flokkur er lítill, nýr eða skipaður einhverjum ákveðnum þjóðfélagshópi.

Sú hugmynd að nýir flokkar, sem hugsanlega eiga eftir að vaxa og mynda ríkisstjórn, séu einhverskonar aðskotadýr sem trufli umræðuna í stað þess að leggja eitthvað til málanna, er í meira lagi ólýðræðisleg og ég virkilega sár yfir því að maður sem er í forsvari fyrir þann flokk sem heldur lýðræðinu hvað mest á lofti skuli að láta annað eins út úr sér.

Vonandi er Steingrímur einn minna flokksbræðra um þessa skoðun.

 

Share to Facebook

1 thought on “Sár út í Steingrím

 1. ——————————-

  Nafnið segir allt.

  Ómögulegt.

  Posted by: lindablinda | 13.04.2007 | 20:16:51

  —————————————————

  Ég er farin að halda að þú hafir fengið svokallað „VG kast“ eins og ég fær með reglulegu millibili. Ég heyrði mjög góða lýsingu á þessari hugmyndafræði í gær. „Alræði umburðalyndisins“ Þetta er heimsspeki þar sem að vera ósammála einu sinni er umborið vegna meints greindarskorts viðkomandi. Ítrekuð brot eru hins vegar útstrikun af sakramentinu með þeim orðum að viðkomandi sé „kúguð kona“, „stóriðjusinni“ eða eitthvað svipað. Gamlir kommar í nýjum belgjum:)

  Posted by: Guðjón Viðar | 14.04.2007 | 12:07:36

  —————————————————

  AHAAA …
  Ég vissi það hann er fasisti !

  Posted by: Hugz | 15.04.2007 | 12:12:07

  —————————————————

  Sveiattan!

  Her sannast tho enn einu sinni ad engum er treystandi til thess ad hafa stjornmal ad atvinnu. Sa sem saekir varanlegt vald nogu fast til ad na thvi er ohaefur til ad vera valdhafi. Hugmyndin um goda formenn og goda flokka fellur um sjalfa sig.

  Hvad Steina vardar tha aetti hann ad skammast sin, og helst ad bidja okkur sem gaetum att thad til ad kjosa hann innilegrar afsokunar.

  Posted by: Haukur | 18.04.2007 | 8:20:49

Lokað er á athugasemdir.