Særð eftir sýru

 

Fréttablaðið birtir í dag frétt með fyrirsögninni Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás. Þetta er sláandi fyrirsögn og rökréttast að álykta að ribbaldar hafi ráðist að henni í nótt eða gærkvöld með einhverskonar efnavopnum í þeim tilgangi að skaða hana.

Svo kemur í ljós að um er að ræða 2ja mánaða gamla frétt, sem af einhverjum dularfullum ástæðum hefur ekki verið birt áður. Ekki var ráðist á Rannveigu, heldur bílinn hennar en hún varð fyrir þessu óhappi þegar hún opnaði bílinn sinn og efnið skvettist úr hurðarfalsi. Reyndar má draga í efa dómgeind manneskju sem snertir bíl sem hefur verið meðhöndlaður með efni sem er svo sterkt að það bræddi rúðurnar í bílnum hennar. Mig langar að sjá mynd af þeim rúðum því hafi sú frétt að önnur eins efnavopn séu komin í noktun hjá aðgerðasinnum verið birt fyrr, hefur hún farið fram hjá mér.

Sé það rétt að Rannveig hafi orðið fyrir meiðslum, lýsi ég samúð minni með henni. Ég held að langflestir umhverfissinnar vilji komast hjá því að valda manneskjum skaða hversu sekar sem þær eru. Mér er hinsvegar skítsama um bílinn hennar og mér er jafn drullusama um bíl Hjörleifs Kvaran. Því eins og umhverfissinnar hafa margbent á er jörðin ekkert ‘að deyja’ heldur er verið að drepa hana. Og þeir sem bera ábyrgð á því hafa nöfn og heimilisföng.

Share to Facebook

One thought on “Særð eftir sýru

  1. ———————————————————

    Mér hefur víst orðið á í messunni. Það kemur ekki fram í fjölmiðlum að hún hafi verið að þrífa sýruna burt, heldur ætlaði hún bara að opna bílinn með bræddu rúðunum. Biðst velvirðingar á fljótfærninni.

    Posted by: Eva | 3.10.2009 | 12:33:07

    ———————————————————

    Ég veit ekki hversu umhverfis sinnað liðið er sem notar sýru sem eyðir gleri ? Það hlýtur nú að eyða einhverju meiru en það.

    Posted by: Solla | 14.10.2009 | 15:12:02

    ———————————————————

    Sjálf legg ég ekki minnsta trúnað á að þessa sögu en annars gildir það um umhverfisverndarbaráttu eins og öll önnur stríð að þegar friðsamlegar leiðir reynast vita tilgangslausar, skal með illu illt út reka. Stríð felur alltaf í sér þversögn. Mannslífum er þannig fórnað í þágu friðar og dýrategundum bjargað frá útrýmingu með því að gera dýrin að föngum. Sennilega er ekki hægt að bjarga Íslandi úr klóm stóriðjustefnunnar nema með því að úthella blóði. Ekki finnst mér það stór hefnd þótt einn bíll hafi orðið ómengunarfær í smátíma. En já það hefði verið smekklegra að nota umhverfisvænni aðferðir til að koma skilaboðunum áleiðis. Hafa lesendur nokkrar uppástungur um umhverfisvæna aðferð til að eyðileggja bíl?

    Posted by: Eva | 14.10.2009 | 18:04:14

Lokað er á athugasemdir.