Lágstemmdi lögmaðurinn

Ríkissaksóknari vísaði máli Egils Einarssonar frá og þar sem almenningur veit ekki rassgat um málið þjónar kannski litlum tilgangi að velta fyrir sér réttmæti þessarar frávísunar. Í morgun sá ég umræður á DV (ég sé þær ekki lengur svo DV hefur væntanlega afmáð ummælin) þar sem m.a. kom fram að þótt málið væri ekki metið ákæruhæft bæri ekki að skilja það svo að ekkert refsivert hefði komið fram, það væri bara ekki nóg til sakfellingar. Mér finnst þetta einkennileg hugmynd. Ef sönnun um eitthvað refsivert finnst, þá dugar hún væntanlega til sakfellingar eða hvað?

Nú hafa fjölmiðlar ekki aðgang að rökstuðningi ríkissaksóknara fyrir þessari niðurstöðu en það kemur ekki í veg fyrir umræðu. Í augnablikinu snýst umræðan að verulegu leyti um væntanleg meiðyrðamál, enda þótt Egill hafi mér vitanlega aldrei nefnt opinberlega að hann sé að íhuga meiðyrðamál (fram hefur komið að hann vilji kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir og óska eftir rannsókn á tildrögum kærunnar en almenningur veit ekkert meira um hans plön varðandi meiðyrðamál en um það á hvaða gögnum ríkissaksóknari byggir frávísun) og fólk grípur feginshendi stórfurðulega sögu hrútleiðinlegs rithöfundar af fermingarbarni í Grindavík. Ef ekki liggja fyrir nægar upplýsingar til að hægt sé að hneykslast á Agli, stúlkunni eða ríkissaksóknara, þá er allavega hægt að ræða soratrantinn á Guðbergi.

Í öllu fárinu yfir dómstól götunnar, nauðganasamþykki réttarkerfisins og elliglöpum Guðbergs, týnist ein lítil yfirlýsing. Yfirlýsing sem þrátt fyrir að vera svo lágstemmd að maður fær á tilfinninguna að viðmælandinn hafi svona tautað ofan í bringuna á sér, æpir hreinlega á mann þegar maður áttar sig á því að munurinn á því hvernig hún var raunverulega orðuð og því hvernig Smugan segir frá henni skiptir máli. Þannig segir Smugan að lögmaður stúlkunnar hafi búist við ákæru. Það sem hann raunverulega sagði var hinsvegar: „Auðvitað hafði maður kannski reiknað með að það yrði ákært“.

Á yfirborðinu virðist ekki mikill munur á því að búast við ákæru og að reikna kannski með henni. En við erum að tala um lögmann kæranda. Og sá lögmaður virðist alls ekki rasandi hneykslaður eða yfir sig bit á þessari niðurstöðu. Hann nefnir ekki fjölda sönnunargagna. Hann segir ekki að þessi niðurstaða sé óskiljanleg, einkennileg eða mikil vonbrigði, nei hann „hafði kannski reiknað með að það yrði ákært.“

Og nú læðist að mér grunur um að lögmaðurinn lágstemmdi hafi hreint ekki reiknað með því.

Share to Facebook

5 thoughts on “Lágstemmdi lögmaðurinn

 1. Sum sé sorakjafturinn á Guðbergi hefur enn áhrif? Ekki átti ég von á að þú færir að kalla menn nöfnum kæra Eva.

 2. Við vitum hver er algengasti orsakavaldur glæpa annað er peningar og völd… og það er ekki feðraveldið,. Stærsti orsakavaldur glæpa að undanskyldum peningum og völdum er ástríða.

  þá er ekki þar með sagt að nauðgun sé alltaf ástríðuglæpur, ekki nema kannski ef sjálfs-ást er tekin með í reikninginn – sjálfsást gerandans þá að sjálfsögðu.

  En nauðgun er sérstakur glæpur að því leiti að hann snýst um afbökun á einhverju mikilvægasta og tilfinningaþrungasta atferli sem karlar og konur stunda reglulega um ævina.

  Það vill svo til allir algengustu glæpirnir, hvort sem það eru glæpir í kringum peninga, völd eða kynlíf eru algengir einmitt vegna þess að þessi þrjú fyrirbæri vekja upp miklar og sterkar tilfinningar og langanir í öllu mannfólki… og þegar sterkar tilfinningar eru í spilinu þá er oft sutt í að leikar verði gáskalegir og einhver geri það sem hann ætti ekki að gera í öllum tilfinningaflaumnum

  Nauðgun er líka sérstakur glæpur að því leiti að hún snýst um atferli sem að öllu jöfnu er “tveggja manna samræði” og því eru örsjaldan vitni og því stendur orð á móti orði, og þegar orð stendur á móti orði er erfitt að fá sakfellingu, jafnvel í einkamálum (þó þar sé rúmari heimild til að dæma eftir líkum)… hvað þá í dómsmálum.

  Eftir þeim tölum sem ég hef heyrt þá fást einungis um 2-4% tilkynntra nauðganna dæmd sem slík

  Og þær tölur sem ég hef heyrt frá FBI í USA þá er svipuð prósenta dæmdra mála varðandi meiðyrði/rangar sakargiftir (í tilfellum nauðganna) (þ.e að sirka 2-4 % rangra sakargifta fást dæmd )

  Að það séu jafn stór prósenta nauðganamála sem fást dæmd sem annaðhvort nauðgun eða meyðirði ætti að segja okkur að við getum ekkert vitað hvað gerðist í hinum 96-98% tilfella og allar fabúleringar um áhrif þeirrar menningar sem okkur mislíkar á ekki heima neinstaðar nálægt neinu réttarkerfi og eru algjörlega circumstantial – og fyrst að í öðrum glæpnum séu sakborningar oftar karlar, og hinum konur, en þrátt fyrir það séu dómar sirka hafn fáir (í málum sem eðli síns vegna er erfitt að fá dæmd) þá er ekki hægt að segja að dómskerfið sé sérstaklega hliðhollt öðru kyninu – dómskerfið er einfaldlega hliðhollt reglum um sönnunarbyrði, og allt tal um annað er pólitískur áróður ákv hópa.

  Að erfitt sé að fá niðurstöðu í jafn hræðileg mál og þessi er ömurlegt fyrir alla nema þá sem fremja þessar tvær tegundir af glæpum

  En það er varla ofan á ömurleikann bætandi þegar eitthvað fólk útí bæ þykist geta vitað að meiri líkur séu á því að einn af þessum glæpum hafi verið framin heldur en hinn þegar tölfræðin um óleyst mál er svona hnífjöfn (þ.e. tölfræði um óvissu)

  Samt sem áður er nóg af fólki sem er tilbúið að fullyrða að ein tegund glæps sé varla til á meðan hin tegundin sé mjög svo algeng og pest í okkar samfélagi og etc…. oftast þá eftir moronískum pólitískum linum, og ætti það kannski ekki að koma á óvart.

  Fólk útí bæ sem gasprar um slíkt án nokkurrar mögulegrar vitneskju eru því augljóslega virkir þáttakendur í nauðgunar-og-meiðyrða-menningu, óháð því hvorn pólinn það tekur.

 3. Það er augljóst að lögmaður kæranda bjóst ekki við ákæru.

  Loðmullan ,,hafði auðvitað kannski reiknað með“ tekur af allan vafa.

Lokað er á athugasemdir.