Í leyfisleysi

07071401-motmaeli-57

Hamrað er á því í fjölmiðlum að hópurinn sem safnaðist saman á Snorrabrautinni í gær hafi ekki haft leyfi fyrir göngunni. Síðan hvenær þarf fólk sérstakt leyfi til að ganga um götur borgarinnar? Á hvaða forsendu var þessu fólki bannað að ganga niður Laugaveginn?

Mér finnst út af fyrir sig flippuð hugmynd að biðja yfirvöld um leyfi til að fá að mótmæla þeim en í ríki þar sem þarf sérstakt leyfi til þess er alveg sérstök ástæða til að mótmæla. Sem betur fer er Ísland ekki ennþá slíkt ríki. Eða hvað?

Önnur undirgrein 74. greinar stjórnarskrár landins hljóðar svo:

Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.]1)

Var þetta fólk vopnað? Hvað var það í fari þessa hóps sem benti til að óspektir væru í uppsiglingu? Voru einhver ofbeldisverk framin eða eitthvað sem benti til þess að þau hefðu slíkt í huga? Voru einhver skemmdarverk framin? Eða kallast dans og trúðalæti óspektir ef þátttakendur hafa skoðanir sem eru stjórnvöldum ekki að skapi?

attack

Share to Facebook

One thought on “Í leyfisleysi

  1. ————————-

    skil ekki þessa ofsahræðslu yfirvalda við mótmæli – við hverju búast þau eiginlega?

    Posted by: baun | 15.07.2007 | 12:37:14

    ———————————–

    Þau búast við því að þessum ungmennum takist ætlunarverk sitt; að vekja athygli almennings á þeim spjöllum sem verið er að vinna á náttúru landsins. Yfirvöld hafa góða ástæðu til slíkrar hræðslu.

    Posted by: Eva | 15.07.2007 | 13:55:08

    ———————————–

    “When the government fears its people, you have freedom, and when people fear its government, you have tyranny.

    maðurinn sem mælti þessa klisju hét Thomas Jefferson fyrir þá sem hafa áhuga

    Svo ég spir þig íslendingur góður, hvort hræðistu í raun meira íslenska lögreglu eða útlendan hriðjuverkamann? Svaraðu í alvöru og hugsaðu um hvað svarið þíðir fyrir þig og þína.

    Posted by: Dreingurinn | 16.07.2007 | 0:17:06

    ———————————–

    Veistu Eva, mig grunar að ef útlenskir meðmælendur virkjanna væru að loka götum í miðbænum og aðgengi að vissri nornabúð, í tíma og ótíma þá værir þú nokkuð á annari skoðun um nytsemina.

    Posted by: Guðjón Viðar | 16.07.2007 | 15:24:15

    ———————————–

    Hvers konar rugl er þetta eiginlega? Síðan hvenær hafa meðmælendur virkjana þurft að grípa til gjörninga á götum úti til að hlustað sé á þá?

    Útlenskir ‘meðmælendur stóriðjustefnunnar’ hafa þegar sölsað undir sig allt of margar af náttúruperlum landsins og þú sennilega veist það ekki en vegna Kárahnjúkavirkjunar er líka búið að loka stórum hluta norðurhálendisins fyrir allri umferð. Þá er ekki verið að tala um 1-2 klukkustundir.

    Munurinn er sá að útlensk stórfyrirtæki eru ekki stöðvuð í skemmdarverkastarfsemi sinni með lögregluvaldi, heldur fá þau blessun og fullan stuðning stjórnvalda auk þess sem álver fá raforkuna á fáránlegu verði.

    Posted by: Eva | 16.07.2007 | 17:00:22

Lokað er á athugasemdir.