Dæmd …

… sek, fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Ekkert tillit tekið til þess hvernig siðmenntaðar þjóðir fara með sambærileg mál. Fyrir nú utan það að hvað sjálfa mig varðar a.m.k. þá hefur ekkert komið fram sem styður þá tilgátu að ég hafi óhlýðnast einu eða neinu enda var mér ekkert boðið upp á að færa bílinn sjálf eftir að fólkið hafði verið losað undan honum.

Hér má lesa dóminn.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig mál vörubílstjóra, sem sköpuðu raunverulega truflun og raunverulega hættu, verður dæmt.

Við förum auðvitað með þetta fyrir Hæstarétt.

 

Share to Facebook

One thought on “Dæmd …

  1. —————–

    ef þetta er línan í réttarríkinu Ísland verða vörubílstjórar dæmdir býsna þungt.

    djöfull er þetta ömurlegt.

    Posted by: baun | 30.06.2008 | 17:40:53

    —————–

    Hneisa! Aldeilis réttarríki sem við búum í…

    Posted by: HT | 30.06.2008 | 17:57:52

    —————–

    Hæstarétt, klárt, vonandi fær málið almennilega afgreiðslu þar!

    Posted by: hildigunnur | 30.06.2008 | 19:25:31

    —————–

    Mér sýnist þú bara hafa sloppið vel frá þessu þ.e.a.s af þú vildir ekki verða píslavottur málstaðarins á annað borð. Það að reyndar mín fávísa skoðun að áfrýja til hæstaréttar kemur til með að skila sömu niðurstöðu og meiri kostnaði en WTH, hvað geri maður ekki fyrir hugsjónina.

    Posted by: Guðjón Viðar | 30.06.2008 | 20:08:03

    —————–

    Ferlega svekkjandi að þurfa að horfast í augu við að á Íslandi sé réttarkerfið svona skítaplebbalegt.

    Posted by: Kristín | 30.06.2008 | 21:18:00

Lokað er á athugasemdir.