Beinar aðgerðir hafa áhrif

Jæja. Japanir bara búnir að gefast upp.

Það er nefnilega nákvæmlega þessvegna sem aðgerðarsinnar verða fyrir pólitískum ofsóknum. Þeir hafa raunveruleg áhrif.

Það er þessvegna sem yfirvöld vilja að við höldum áfram að mótmæla kurteislega, með ljóðalestri og spjaldaburði. Af því að það er hægt að hundsa það. Það er ekki hægt að hundsa beinar aðgerðir. Beinar aðgerðir leiða til breytinga. Í alvöru.

Ummæli

Svo innilega sammála. Eyjan skrúfar fyrir ummæli en býður skrílnum upp á mola um málfar. Málfarsfasistar eru hættulegir.

Posted by: Elín Sigurðardóttir | 21.02.2011 | 19:13:45

Hmmm? Það er allavega opið fyrir athugasemdakerfið hjá Eiði Svanberg núna.

Málvöndunarsinnar eru ekkert hættulegir. Það er hinsvegar hættulegt ef netmiðlar gera svo strangar kröfur um málfar að almennir borgarar séu útilokaðir frá samfélagsumræði. Ég held að Eiður sé ekkert hættulegur. Kannski svolítið leiðinlegur en þá bara les maður eitthvað annað.

Posted by: Eva | 21.02.2011 | 19:48:51

Það er lokað fyrir athugasemdir við fréttir á eyjunni. Það er málfarsfasisminn. Þarf ekki annað en að lesa titilinn – Molar um málfar – til að vita að ég vilji ekki lesa meira.

Posted by: Elín Sigurðardóttir | 21.02.2011 | 20:06:01

Er það málfarsfasismi? Miðað við fjólubeðin sem maður sér stundum á Eyjunni, finnst mér það ótrúlegt. Er þetta ekki frekar skoðanafasismi?

Posted by: Eva | 22.02.2011 | 6:17:09

Það er fasismi að skrúfa fyrir athugasemdir og bjóða upp á málfarskennslu. Málfarsfasismi – skoðanafasismi er valfrjálst. Nema e.t.v. hjá málfarsfasistum.

Posted by: Elín Sigurðardóttir | 22.02.2011 | 8:31:15

Ég held að þú sért að misskilja eitthvað Elín. Það er ekki Eyjan, heldur bloggarinn Eiður Svanberg sem býður upp á málfarskennslu. Hann er reyndar ekki meiri fasisti en svo að hann er með opið tjásukerfi.

Mér finnst viðeigandi að netmiðill bjóði upp á umræður nema þegar um er að ræða viðkvæm persónuleg mál eins og t.d. slys. Ég get hinsvegar ómögulega séð að það tengist málfarsstefnu að bjóða ekki upp á þann möguleika. Þú gætir allt eins haldið því fram að með því að skrúfa fyrir athugasemdir sé Eyjan að boða trú, þar sem einn úr hópi Eyjubloggara skrifi gjarnan um trúmál.

Ef athugasemdum væri hent út með þeim rökum að málfarið sé ekki nógu gott, mætti kalla það málfarsfasisma en ég veit ekki til að nokkur almennur netmiðill hafi gert það.

Posted by: Eva | 22.02.2011 | 10:14:59

Share to Facebook