Aðalvarðstjóri lögreglunnar tjáir sig

logga-merki-688x451Það er alltaf gott til þess að vita að fólki finnist gaman í vinnunni sinni en í flestum störfum, hversu skemmtileg sem þau annars eru, þarf fólk að leysa af hendi einhver verkefni sem setja dálítinn skugga á annars frábært starf. Ég ímynda mér t.d. að góður lögregluþjónn, sem fær kikk út úr því að aðstoða borgarana og leggja sitt af mörkum til þess að leysa sakamál og koma í veg fyrir glæpi, sé svolítið leiður þegar hann þarf að taka þátt í aðgerðum sem skerða friðhelgi einkalífsins, svosem húsleit og símhlustun. Slíkar aðgerðir geta verið nauðsynlegar en hættan á því að gengið sé á mannréttindi fólks er mikil.

Sjálfsagt eru einhverjir í lögreglunni sem taka það nærri sér að þurfa að ganga nærri persónufrelsi og friðhelgi annarra en hér sjáum við dæmi um löggu sem finnst það síður en svo leiðinlegt.

11219527_10152768361892202_6592781917312442204_n

„Mikið vona ég að allar heimildir verði nýttar til að leita á dópistalýð í Laugardalnum“

„Dópistalýðurinn“ sem aðalvarðstjórinn talar hér um eru þúsundir venjulegra ungmenna sem ætla að safnast saman til þess að hlusta á tónlist. Sum þeirra reykja gras en engin ástæða er til að telja þetta fólk hættulegt.

imagehandlerhx_-181x300 (1)

imagehandlerhx_-181x300 (1) Guðmundur Fylkisson

Ef allar heimildir eru nýttar til þess að ganga eins nærri einkalífi tónleikagesta og mögulegt er (hvort heldur er á þessari tónlistarhátíð eða öðrum menningarviðburðum) þá er það ekki vegna almannahagsmuna heldur til þess runka valdafíkn lögreglumanna á borð við Guðmund Fylkisson.

Share to Facebook