Að príla yfir girðingu

Eins og ég er mótfallin ríkisvaldi, hef ég samt samúð með alþingismönnum og öðrum stjórnmálamönnum. Þetta eru andstyggileg störf að því leyti að það er nánast útilokað að gera neitt sem ekki er líklegt að verði gagnrýnt harkalega.

Stjórnmálamenn eru daglega gagnrýndir fyrir að hlusta ekki á almenning. Þegar einhver þeirra svo gerir það og tekur jafnvel undir þær skoðanir sem fram koma, er hann ásakaður um lýðskrum.

Dorrit Moussajeff klifraði yfir girðingu í gær og vitanlega hlýtur það að vera athyglissýki og lýðsskrum. Það er fyrirfram útilokað að hún sé einfaldlega forvitin um það hvað er eiginlega að gerast og vilji fá einhverjar upplýsingar frá fyrstu hendi. Fáum dettur í hug að hún hafi sjálf efast um að stjórnskipulag okkar og hagkerfi sé réttlátt og heillist því af þeim sem gagnrýna það. Engar líkur á að hún hafi sjálf lítinn skilning á því að skrímsli sem heita hagkerfi, verðtrygging og stýrivextir geti ráðskast með líf fólks og gert íbúa svo auðugs lands að öreigum og hafi því samúð með fólkinu sem heimtar skýringar. Og síst dettur fólki í hug að hún hafi jafnvel einhverjar upplýsingar sem hún veit ekki hvað hún á að gera við.

Ég sá að einhver mannvitsbrekkan var líka að hnýta í hana fyrir að fara inn í kristna kirkju. Ef hún hefði ekki gert það hefði hún eflaust verið gagnrýnd fyrir trúarhroka.

Þegar forsetafrú klifrar yfir girðingu er hægt að horfa á það frá amk þremur sjónarhornum. Kannski er hún að snobba niður á við og finnur til sín við að fá knús og klapp á bakið frá þeim sem finnst hún vera að sýna sér heiður með því. Ekki sé ég að það skaði neinn. Kannski er hún bara að ögra Ólafi. Só? Og kannski er eitthvað jákvætt við það að fígúra í virðingarstöðu sýni þeim áhuga sem mótmæla ákvörðunum alþingis.

Það sem ég hef engan séð gagnrýna enn er þó hin undarlega frétt um að lögreglan hafi reynt að stoppa hana. Var lögreglan ekki þarna til að varna því að óður múgurinn kæmist að alþingishúsinu? Hvaða heimild hefur lögreglan til að hindra ferðir Dorritar Moussajeff? Auðvitað hefur hún það ekki og reyndar sé ég það ekki á myndbandinu að neinn hafi reynt að hindra hana. Er DV nokkuð að ljúga eða vantar eitthvað í myndskeiðið? Það er allavega á hreinu að löggan var ekki þarna til að verja Austurvöll fyrir Dorrit.

Þessi gjörningur Dorritar er merkilegri en ætla mætti við fyrstu sýn. Ef þetta hefði verið öfugt, ef eitthvert noboddý í hagkaupskápu hefði klifrað yfir girðinguna hinummegin frá, hefði viðkomandi verið handtekinn, járnaður og laminn í löggubílnum (það virðast vera stöðluð vinnubrögð lögreglunnar að lemja fólk á leiðinni á stöðina.) Þegar aftur á móti fín kona í fínni kápu klifrar í „öfuga“ átt og lætur bara ekkert stoppa sig, þá hriktir nú aldeilis í stoðum valdsins. Þessi girðing er semsagt ekki heilög? Það má semsagt ekki lemja alla sem fara yfir hana? Og hvað ef má fara yfir hana úr þessari átt? Má þá samt handtaka, járna og lemja þá sem fara yfir hana úr hinni áttinni.

Í gær vakti Dorrit Moussajeff athyglisverða spurningu; hvað gerist ef þingmenn og aðrir ráðamenn neita að taka þátt í aðskilnaðarhyggjunni? Hvað ef 3 þingmenn, 10 þingmenn eða 20, fara út og klifra yfir girðinguna, yfir til fólksins sem vill breytingar, ekki skítareddingar heldur raunverulegar breytingar? Hvað ef fólk neitar að taka girðingar alvarlega? Annað sem kom í ljós, sá sem kemur til fólksins er ekki grýttur og barinn, heldur kysstur og knúsaður. Fólk er ekki eins hættulegt og ætla mætti, það bara vill ekki láta hundsa sig.

Hvort sem Dorrit Moussajeff er lýðskrumari eða hetja, þá vakti hún þessa spurningu, meðvitað eða ómeðvitað. Löggan hefur ekkert vald til að stöðva hana, þingmenn eða neinn annan í því að ganga frá alþingishúsinu og út á Austurvöll og kannski er það einmitt það sem þarf að gerast. Kannski er besta leiðin til að bylta kerfinu ekki sú að „okkars“ rjúfum borða og girðingar og göngum (eða ryðjumst) inn í byggingar þess og aðrar tákmyndir, heldur að „þeir“ komi út.

Share to Facebook

One thought on “Að príla yfir girðingu

  1. Tjásur:

    1) Sammála þessu með stjórnmálamennina. Eru svolítið damned if the do, damned if they don´t.

    2) Ég skil ekki pirring fólks yfir þátttöku Dorrit. Ég hugsa einmitt að hún sé álíka áttavillt og við hin. Má alveg taka þátt í mótmælum eða styðja mótmæli ef hún vill. Hún á sig sjálf.

    3) Mér þykir augljóst að lögreglumaðurinn hafi verið að letja Dorrit til að fara yfir girðinguna af ótta við að öryggi hennar væri ógnað. Líklegast er hlutverk lögreglunar þarna m.a. að vernda hana. Það hefði ekki komið á óvart ef einhver vitleysingurinn hefði ákveðið að ráðast á hana í einhverri reiði.

    4) Girðingin er augljóslega sett upp til að vernda þá sem tóku þátt í setningu alþingis fyrir mótmælendum (sem sumir voru afar reiðir, orðljótir og í mikilli þörf með að losa sig við matvæli), ekki öfugt. Borgurum stóð engin líkamleg ógn af alþingismönnum. Það er engin aðskilnaðarhyggja í boði. Enda þingmenn með fullt frelsi til að vera úti á meðal almennings (og sumir gerðu það einmitt).

    5) Hvað er þetta svo með þessar reglulegu fullyrðingar um lögguna? „það virðast vera stöðluð vinnubrögð lögreglunnar að lemja fólk á leiðinni á stöðina.“ Já. Ég hef orðið vitni að óþörfu ofbeldi af hendi lögreglu. En ég hef líka margsinnis orðið vitni að góðum og yfirveguðum vinnubrögðum af þeirra hálfu. Lögreglumenn eru misjafnir eins og annað fólk. Svo hef ég tvisvar setið í lögreglubíl með ofbeldisfullu fólki í annarlegu ástandi. Í bæði skiptin tóku lögreglumennirnir afar vel á þeim mönnum, þannig að ekki var ofbeldið þá hluti af þeirra „stöðluðu vinnubrögðum“.

    Posted by: Sigurður Hólm Gunnarsson | 2.10.2011 | 16:27:06

    —   —   —

    Reyndar voru 13 þingmenn utan girðingar, sóttu fyrirlestur á Hótel Borg á vegum siðmenntar. Þrír þeirra fóru reyndar líka í messuna en hinir gengu umm og töluðu við fólk.

    Posted by: Margrét Tryggva | 2.10.2011 | 17:19:38

    —   —   —

    Takk fyrir innleggið Siggi.

    Það hefði komið mér mjög á óvart ef einhver vitleysingurinn hefði ráðist á Dorrit. Það er mjög sjalfgæft að ódrukkið fólk ráðist á einhvern upp úr þurru og þar sem mörg hundruð manna eru til staðar til að grípa inn í er hættan ennþá minni. Ég held að það stórauki hættuna á slysum og árásum að girða svæði af og skapa þannig þennan skotgrafafíling. Það sýndi sig líka í gær að það er ekki nærvera sérsveitarinnar sem hindar það að mótmæli fari úr böndunum.

    Fullyrðing mín um lögguna byggir ekki á vísindalegum rannsóknum og kann að vera röng en viðbjóður minn á þessari stofnun kemur ekki til af engu. Ég set þessa tilgátu fram eftir tugi á tugi ofan af reynslusögum fólks sem hefur orðið fyrir og orðið vitni að ofbeldi af hálfu lögreglunnar. Haustið 2008 taldi ég víst að þetta væru undantekningartilvik þar sem úttaugaðir lögreglumenn eða „skemmd epli“ misstu stjórn á sér eftir viðureign við snarbrjálaða menn á amfetamíni. Það sem ég hef síðan séð og heyrt sannfærir mig um að það sé rík hefð fyrir því að lemja handtekið fólk á leiðinni á stöðinga og að innan lögreglunnar ríki mórallinn „löggan má allt“. Ég er viss um þetta sjálf en ég get ekki sannað það.

    Ég er búin að safna upplýsingum um marga tugi mála þar sem vinnubrögð lögreglunnar eru í meira lagi vafasöm, mörg þeirra hafa fengið umfjöllun í fréttum en svo bara verið svæfð. Ég vil að verklag lögreglunnar í þessum málum verði rannsakað rækilega (og þá af óháðum aðilum) og er búin að panta tíma hjá Ögmundi vegna þess.

    Posted by: Eva | 2.10.2011 | 17:24:50

    —   —   —

    Margrét, voru þessir 13 þingmenn sem blönduðu geði við hina orðljótu eggjakastara lamdir eða grýttir?

    Posted by: Eva | 2.10.2011 | 17:26:56

    —   —   —

    Jóhannesarguðspjall 4:22
    Þið tilbiðjið það sem þið þekkið ekki. Við tilbiðjum það sem við þekkjum því hjálpræðið kemur frá Gyðingum.

    Posted by: Kristján Sig. Kristjánsson | 2.10.2011 | 20:27:06

    —   —   —

    Það væri gott ef þú útskýrðir þessa vísun þína í söguna af samversku konunni Kristján.

    Posted by: Eva | 2.10.2011 | 22:22:09

    —   —   —

    Hún er loddari hún dottir já og lýðskrumari eins og svo margir aðrir.

    Allt þetta leikrit hennar í gegnum tíðina er bara leikrit en að sjálfsögðu er hún einnig manneskja eins og ég og þú.

    Hún er vinur eða kunningi þeirra sem rændu að minnstra kosti 2 þúsund milljarða úr Íslenska efnahagskerfinu í gegnum exista og Kaupthing.

    Þessir aðilar eru síónista glæpajúðar og með fyrsta, annað eða þriðja ríkisfang í ísreal eins og doritt músafés: Ttchenguiz fjölskyldan, vivian immerman, yeromelou, dan gertler, moshi og mendi gertner, simon halabi, beny steinmets, aleshi usmanov og ábyggilega margir fleiri sem eiga eftir að koma í ljós.

    Að sóa tíma sínum, orku og rými á netinu í að mæra dorrit er meira en lítið furðulegt að ég segi ekki bara grunsamlegt af manneskju sem hefur varið einhverjum tíma í Palestínu !

    Árásarhundar landráðahyskisins hafa margsinnis sýnt það að þeir eru óvinir samfélagsins og stjórnað af glæpahyski sem engin getur borið virðingu fyrir.

    Að sjálfsögðu var svæðið innan girðingarinnar við Alþingishúsið bannsvæði en ekki utan þess og það skýrir sig sjálft.

    Þrátt fyrir þessa tilraun og viðleitni til heimspekilegra vangaveltna þá verð ég að segja að hún misheppnaðist alveg og því miður þá hefur þú Eva sett þig í sérkennilega stöðu með manneskju sem er síónisti og nokkuð örugglega „sayanim“ fyrir „cult“ið, mo$$ad, ísreal, rothschilds svínin o.s.frv.

    Þessi síónista kelling gerði ekki neitt með mótmælendum nema ráfa um og taka í hendur nokkurra manneskja og það fylgdu henni um tíu lögreglumenn allan tímann.

    Hún vildi engu svara um tengsl sín við glæpa“cult“ið og vill ekki styðja Palestínu með því að svara játandi heldur sleppa því að svara.

    Hvað er gyðingur fyrir þér Kristján ?
    Hvaða steypa er þetta og útúrsnúningur úr Nýja Testamentinu, heldur þú virkilega að eitthvað hjálpræði sé á leiðinni frá þessu ógeðslega „cult“i ?
    Heldur þú að fólk sem er af sama sauðahúsi og myrku dulhyggjuöflin sanhedrin, talmúð júðarnir eða farísearnir á tímum Krists séu með eitthvað hjálpræði á leiðinni tengt dorrit músafés sem labbaði inn á Austurvöll til að búa til ímynd af sjálfri sér ?

    Posted by: Gestur | 3.10.2011 | 2:11:49

    —   —   —

    Eru nú mótmæli við þingsetningu á Austurvelli farin að snúast um hernámið í Palestínu? Frekar flippuð túlkun verð ég að segja. Lærðir þú rökfræði í herbúðum nýnazista eða hvað?

    Ég hef nú reyndar ekki „mært“ Dorrit, hvorki hér né annarsstaðar, þótt ég hafi bent á táknmálið sem felst í því að klifra yfir girðingu og bent á lýðsskrumsstimpilinn sem stjórnmálamenn og annað valda- og áhrifafólk fær á sig í hvert sinn sem það tekur vinsæla ákvörðun. Tíma mínum á netinu tel ég vel varið og drjúgur hluti hans hefur farið í að skýra málstað Palestínumanna og afleiðingar hernámsins, það kemur ferðafrelsi Dorritar Moussaieff ekkert við.

    Auðvitað vildi ég helst að Dorrit tæki eindregna afstöðu með málstað Palestínumanna (og forsetinn líka ef út í það er farið.) Þessi gjörningur Dorritar kemur því bara ekki hið minnsta við.

    Posted by: Eva | 4.10.2011 | 8:15:39

Lokað er á athugasemdir.