Öryggisráðstafanir

 

Myndin er klippt úr þessu myndbandi

– Góðan dag, er ég að tala við Evu Hauksdóttur?
– Já
– Ég er að hringja frá Vodafone vegna … símtalið gæti verið tekið upp …
– Allt í lagi.
– Geturðu gefið mér fullt nafn.
– Ehh… Eva Hauksdóttir, alveg eins og þú giskaðir á.
– Aðgangsnúmer?
– Nei, ég man það ekki.
– Ég á ekki við lykilorð heldur aðgangsnúmerið.
– Ég man ekki aðgangsnúmerið. Það er vistað á tölvunni minni en ég man aldrei númer.
– Símanúmer?
– Ég man það ekki, ég hringi aldrei í sjálfa mig en það er númerið sem þú hringdir í! Það er líka í póstinum sem ég sendi þegar ég bað um upplýsingarnar og það er sama númer og þið senduð textaboð í til að segja mér að þið væruð að fara að hringja.
– Póstnúmer, fæðingardagur … (gef allar upplýsingar)
– Ég ætla að senda þér öryggiskóda svo hringi ég í þig aftur. Það er bara til öryggis, svo ég viti að ég sé að tala við réttan kúnna.
-ok.
Hringir aftur
– Ég er að hringja frá Vodafone vegna …
– Já sæl aftur, kódinn er ….
– Viltu gefa mér fullt nafn …
– Ég hét Eva Hauksdóttir fyrir 2 mínútum, ég hef ekki skipt um nafn, ég er líka enn með sama póstnúmer og fæðingardag.
– Mér þykir leitt að þurfa að fara í gegnum þetta aftur. Það eru bara öryggisráðstafanir.

Semsagt „heitirðu Eva?“ og svo er ég látin endurtaka nafnið hvað eftir annað – í öryggisskyni – og öryggiskódi sendur í símann sem hugsanlegur svindlari er einmitt með í höndunum.

Deila færslunni

Share to Facebook