Rún dagins er Dagur

Dagur er tákn upplýsingar og nýrra tíma. Sumir telja hana eiga að vera síðustu rún rúnarófsins fremur en Óðal. Í galdri er Dagur notaður til að öðlast skilning, komast yfir upplýsingar, ná áfanga eða komast frá veraldlegum aðstæðum eða sálrænu ástandi, ekki síst þunglyndi.

Í rúnalestri táknar Dagur að hið gamla verður að víkja fyrir hinu nýja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Sá sem vill slíta sambandi verður að ljúka því endanlega og sá sem vill komast yfir slæma ávana getur þurft að forðast aðstæður sem ýta undir þá hegðun. Árangurinn af því verður tímabil bjartsýni og gleði.

Deila færslunni

Share to Facebook