Rún dagsins er Barð

Barð er verndarrún og hentar byrjendum vel því hún gerir ekkert illt. Barð táknar vernd heimilis og einkalífs og er ekki síst notuð sem verndargripur fyrir börn og aðra smælingja.

Í rúnalestri táknar Barð ein og sér að leyndarmál spyrjandans eru vel geymd og ekkert illt steðjar að honum. Ef bölrúnir koma upp næst henni getur það táknað að ógn vofi yfir og því sé tímabært að huga að tryggingum og öryggisbúnaði. Ef Barð kemur upp næst Mannsrúninni táknar það traustan vin eða verndara en komi jafnframt upp Nauð eða Þurs þarf spyrjandinn að varast fláráða vini.

Deila færslunni

Share to Facebook