Rún dagsins er Ýr

Ýr er rún sköpunar og sveigjanleika. Ýr merkir bogi, sem er notaður til þess að skjóta ör í mark, en einnig íviður, sem er mjúkur og sveigjanlegur og gott efni í boga. Í galdri er rúnin notuð til þess að ná fram góðum samningum sem báðir aðilar hagnast á og til þess að tryggja farsæla lausn í deilumálum og finna nýjar lausnir.

Þegar Ýr kemur upp í rúnalestri táknar hún að spyrjandinn geti fengið sínu framgengt, að minnsta kosti þannig að hann verði sáttur, ekki með því að vera harður í samningum heldur með því að gefa eftir og huga að fleiri valkostum.

Deila færslunni

Share to Facebook