Rún dagsins er Jörð

Jörð er uppskerurúnin. Nafnið táknar í senn jörðina og árið og felur í sér þá hugmynd að hafi maður á annað borð sáð í akur sinn og annast hann vel sé nú komið að uppskerutíð. Hún er auðvitað ekki varanleg svo nú er rétt að safna korninu í skemmur en ekki eyða og spreða. Jörð er gæfurún sem hentar byrjendum vel.

Í rúnalestri táknar Jörð verðskuldaðan árangur. Sé spyrjandinn að takast á við nýtt verkefni er hún honum hvatning til að standa vel að verki en ef verkefninu er að ljúka boðar hún að hann mun uppskera eins og hann sáði til og ræðst það af nærliggjandi rúnum hvers er að vænta.

Deila færslunni

Share to Facebook