Rún dagsins er Nauð

Nauð táknar illgirni, áþján, neyð og nauðung. Í galdri er hún notuð til að gera öðrum eitthvað til miska og það ástand getur varað lengi en einnig snúist gegn þeim sem galdrinum beitir. Hægt er að nota Nauð til góðs því hún táknar einnig stafi sem núið er saman til að kynda eld og bönd sem festa eitthvað saman en hún er vandmeðfarin og ekki fyrir byrjendur.

Í rúnalestri táknar Nauð þvingandi aðstæður sem spyrjandinn verður að bregðast við því ástandið mun ekki lagast af sjálfu sér. Hann er fastur í viðjum sem hann verður að brjóta, þótt það kosti að hann þurfi að særa einhvern.

Deila færslunni

Share to Facebook