Sko hvað ég fann á netinu

Þegar víðirunnar vakna,
lita vonargræna teiga.
Förum öll upp til fjalla,
fléttum bleika blóðbergssveiga
þar sem beitilyngið grær.

::Heyrðu klettana kalla,
komdu með upp til heiða.
Tínum blóðberg, bindum eiða,
þar sem beitilyngið grær::

Sumarhöll í leyndri laut
þér af laufi skal ég flétta
nærri niðandi lind.
Villiblóm á bergi spretta
þar sem beitilyngið grær.

Ef mín sólin segir nei
mun ég sjálfsagt aðra seiða,
leiða í gróandi lund,
tína blóðberg, binda eiða,
þar sem beitilyngið grær.

Deila færslunni

Share to Facebook