Sniðugheitin í Lagadeild

Sniðugheit kennara við Lagadeild HÍ eru alveg á heimsmælikvarða. Hér er textabútur úr prófverkefni sem boðið var upp á í desember 2010.

Síðar þennan sama dag hafði Gunnar samband við Evu Sholy sem er fædd og uppalin í Sviss en starfar nú sem gjaldmiðlasérfræðingur í Seðlabanka Íslands. Hún hefur oft áður aðstoðað Gunnar við að fjármagna bílakaup, bæði með því að lána honum fjármuni og með ráðgjöf.

Eva ráðlagði Gunnari að taka lán í erlendri mynt, enda væri ekki hægt að fá hagstæðari lán hér á landi. Það vildi meira að segja svo heppilega til að Eva átti 4.400 svissneska franka sem samsvarar um kr. 500.000 sem hún var tilbúin til að lána honum á 9,5% vöxtum til 12 mánaða. Skyldi fjárhæðin greiðast með eingreiðslu að þeim tíma liðnum (kúlulán). Gunnari leist ekki vel á hugmynd Evu, en lét sannfærast eftir að Eva sýndi honum frétt á frönsku á svissneskri vefsíðu, sem hún kvað vera um yfirvofandi fall svissneska frankans.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153240983767963

Deila færslunni

Share to Facebook