Flórens

Matseðillinn á uppáhalds veitingastaðnum okkar í Flórens

Samkvæmt lögmálum lýðheilsufræðinnar ættu Ítalir að vera útdauðir. Þeir borða mikið, hratt og hættulega. Gófla í sig „Há Kolvetna Lífsstíls Fæði“ á mettíma, gluða ólífuolíu (sem er kennd við ólifnað) yfir brauðið, forréttinn, fyrri réttinn og seinni réttinn, og skola niður með ótæpilegu magni af áfengi, gúlla svo í sig dísætum eftirrétti og líkjör. Já og kaffi auðvitað.

Máltíðin stendur lengi, jafnvel þótt þeir borði hratt því skammtarnir eru stórir og réttirnir margir. Í hvert einasta sinn sem við höfum borðað á veitingastað hér hafa diskarnir nánast verið rifnir af okkur áður en við náðum að kyngja síðasta bitanum.

Mig langar að vita hvað feita fólkið borðar því það er amk ekki á þeim veitingahúsum sem við höfum sótt hérna. Á Facebook setti einhver fram þá kenningu að Ítalir væru grannir af því að þeir borði svo lítið brauð. Það er nú ekki mikið að marka okkar reynslu, ég hef aldrei komið til Ítalíu fyrr en það hefur sko ekki verið lítið brauð sem borið er fram með því sem við höfum fengið hér.

Einhver annar sagði að ólífuolíunni væri fyrir að þakka enda væru ólífur ekki kenndar við ólifnað. Mér finnst miklu sniðugra að kenna ólífur við ólifnað. Alveg eins og súkkulaði er kennt við sukk og vínarbrauð við áfengi.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151763984782963

Deila færslunni

Share to Facebook