Kyndillinn

kyndillprofKæri lesandi

Takk fyrir að heimsækja vefsetrið mitt norn.is. Þessi síða heitir Kyndillinn og hér eru birtir pistlar sem snerta kynjapólitík.

Síðustu áratugi hafa feministar stjórnað allri umræðu um kynjamál. Mér finnst það slæmt vegna þess að þegar tiltekinn hópur stjórnar allri umræðu verður til kennivald og það getur leitt af sér skoðanakúgun. Auk þess finnst mér sú grunnhugmynd feminismans, að alla árekstra milli kynjanna og öll bágindi kvenna megi skýra með viðleitni feðraveldisins til að viðhalda sjálfu sér, í meira lagi vafasöm.

Ég hef haldið úti vefbók frá árinu 2003 og skrifað töluvert um kynjamál. Margir af gömlu pistlunum fengu lítinn lestur en nú ætla ég að birta aftur þá pistla sem hafa staðist tímans tönn. Hér á Kyndlinum verða á næstu mánuðum birtir gamlir pistlar um , kynlífsiðnað, trúmál, fjölmiðla og flest samfélagsmál önnur en þau sem snerta kynjapólitík.

Ábendingar um umfjöllunarefni eru vel þegnar. Netfangið er eva@norn.is