Hefur þú einhverntíma sagt já þegar þú ert beðinn um eitthvað þótt þér sé það þvert um geð?

Hefurðu keypt happdrættismiða argandi „nei“ inni í þér af því að heyrnarlausi söludrengurinn horfði á þig eins og það væri þér að kenna að hann væri heyrnarlaus?

Hefurðu heimsótt geðillan ættingja á sjúkrahús eða elliheimili af því að þér rann blóðið til skyldunnar enda þótt þig langaði alls ekki til þess?

Hefurðu fengið upphringingu frá yfirmanninum og samþykkt að taka aukavakt þótt þér væri það þvert um geð af því að annars hefðu vinnufélagar þínir þurft að þrælast undirmannaðir í gegnum daginn?

Hefurðu sagt já þegar börnin þín biðja um eitthvað sem þú vilt í raun ekki láta eftir þeim, af því að þú nennir ekki að takast á við fýlu eða frekjukast?

Hefurðu látið undan ástleitni maka eða einhvers annars án þess að vera beinlínis í stuði?

Við skulum athuga að já þýðir ekki alltaf að sá sem notar það orð sé fús. Það getur allt eins þýtt að hann sé hálfnauðugur. Þessvegna getum við ekki dregið úr hættunni á nauðgunum með því að taka upp regluna „já þýðir já“.

Opnumynd: 229254035 © Davinci | Dreamstime.com