• Stór meirihluti flóttamanna er karlkyns og þær konur sem flýja eiga töluvert meiri líkur á að fá aðstoð af mannúðarástæðum.
  • Stór meirihluti heimilslausra er karlkyns.
  • Mun algengara er að karlar svipti sig lífi.
  • Víða á Vesturlöndum er mun hærri fjárhæða varið til rannsókna og forvarna gegn kynbundnum sjúkdómum kvenna en kynbundnum sjúkdómum karla.
  • Mun algengara er að feður en mæður séu sviptir umgengni við börn sín.
  • Karlar verða mun oftar fyrir ofbeldi en konur og það þykir ekki nærri eins alvarlegt að karl verði fyrir líkamsárás.
  • Drengir eru í mun meiri hættu á að flosna upp úr skóla en stúlkur.
  • Karlar eru í meirihluta þeirra sem vinna hættuleg störf, allsstaðar í heiminum.
  • Piltar eru líklegri til að ánetjast vímuefnum en stúlkur.
  • Á Norðurlöndunum ljúka talsvert færri karlar en konur framhaldsnámi.
  • Vinnuveitendur sýna minna umburðarlyndi gagnvart fjarvistum og yfirvinnutegðu karla vegna fjölskylduaðstæna en fjarvistum kvenna af sömu ástæðum.
  • Drengur sem hegðar sér ‘stelpulega’, klæðist ‘stelpufötum’ og leikur sér að ‘stelpuleikföngum’ á frekar á hættu að verða fyrir áreitni vegna þess en stelpa sem hegðar sér samkvæmt stöðluðum hugmyndum um stráka.
  • Meiri líkur eru á að karl verði fyrir höfnun vegna slæmra félagslegra aðstæðna, lágra launa eða veikra líkamsburða, hvort sem er í vinnu eða félags- og tilfinningalega.