Í gær var ég spurð að því hversvegna ég væri svona „hlynnt klámi“. Kannski þyrfti að leggja meiri áherslu á lesskilning í skólum. Eða ríður hún ekki við einteyming, þráhyggja þeirra sem telja að allir sem sjá fleiri hliðar á klámiðnaðinum en dóp og mansal, hljóti að krefjast þess að rúv útvarpi stólpípuklámi í stað Kastjóssins? Reyndar væri það ekkert ógeðfelldara en sumt af því sem sá uppfokkaði fréttaskýringaþáttur hefur klæmst á síðustu mánuði.

Fólk er ekkert endilega fíbbbl. Fólk er almennt frekar almennilegt og er bara að reyna að lifa lífinu í samræmi við skynsemi sína og siðgæðiskennd. En ég skil alveg þann sem á heiðurinn af þessum sleggjudómi yfir fjöldanum.