Þar sem beitilyngið grær (Birta)

Þar sem beitilyngið gær er lausleg þýðing á írska þjóðsöngnum „Wild Mountain Thyme“. Lagið með þýðingunni er hér í flutningi hljómsveitarinnar Kólgu.

Þegar víðirunnar vakna,
lita vonargræna teiga.
Förum öll upp til fjalla,
fléttum bleika blóðbergssveiga
þar sem beitilyngið grær.

#Heyrðu klettana kalla,
komdu með upp til heiða.
Tínum blóðberg, bindum eiða,
þar sem beitilyngið grær.#

Sumarhöll í leyndri laut
þér af laufi skal ég flétta
nærri niðandi lind.
Villiblóm á bergi spretta
þar sem beitilyngið grær.

Ef mín sólin segir nei
mun ég sjálfsagt aðra seiða,
leiða í gróandi lund,
tína blóðberg, binda eiða,
þar sem beitilyngið grær.

Mynd John Haslam https://www.flickr.com/photos/foxypar4/1283855504