Óslóartréð harmað

Jón Gnarr er nú stundum dálítið skrýtinn.

Hroðalegt alveg að kveikja í jólatré sem hefur staðið þremur vikum fram yfir jól án þess að borgaryfirvöld hirtu um að láta fjarlægja það (og væntanlega saga það niður með ofbeldi). Keli vinur minn sem býr í Noregi hefur bent á að hneykslunina sem þetta tiltæki vakti meðal Norðmanna, megi merkja af fjölmiðlaumfjöllun um málið. Sem var engin, neinsstaðar nema á Íslandi.