Leiktu mér sögu

Ég held að þeir sem fara mjög sjaldan í leikhús átti sig kannski ekki alveg á því hvað sagnaþulurinn er orðinn fyrirferðarmikill í leikhúsinu (allavega hér á landi). Maður reiknar ekki lengur með sýningu með mörgum þáttakendum þar sem atburðir eru leiknir fyrir mann, heldur er oft bara einn leikari á sviðinu og hlutverk hans er að segja sögu. Ekki lesa hana upp, heldur segja frá með tilheyrandi raddhreim, svipbrigðum og látbragði, bregða sér kannski í ýmis hlutverk en fyrst og fremst að vera sögumaður. Það er mikil list að segja langa sögu.

Það er kannski hægt að bera leiksýningar þar sem mikið er lagt í leikmynd og samspil leikara skiptir höfuðmáli, saman við kvikmyndir. (Ég er þó ekkert hrifin af því að bera saman ólíka miðla.) Þessar leikhússsögur eru annað mál. Ég held að þyrfti fjári góðan kvikmyndaleikstjóra til að ná jafn sterkum áhrifum í kvikmynd.