Gungurnar flýja mótmælendur

Nú ætla stjórnsnillingar vorir að afstýra mótmælum. Þjóðmenningarhúsið hefur verið afbókað og Natópartýið flutt eitthvert annað. Yfirvöld eru greinilega skíthrædd við íslenskan almenning og hafa ástæðu til. En við látum ekki gungurnar stöðva okkur. Við munum finna út hvar stríðsherrarnir halda sig og sýna þeim alla helvítis ölgerðina. Við rákum ríkisstjórnina og við getum líka rekið Nató. Fylgist með hér til að fá upplýsingar um fundinn og ef þið vitið eitthvað sem gæti komið að gagni, hafið þá samband við mig strax.