Fólksfækkun verður ekkert vandamál

Þótt offjölgun sé meira til umræðu hafa félagsfræðingar líka velt upp þeirri hugmynd að lægri fæðingatíðni muni leiða til þess að hlutfall vinnandi fólks miðað við börn og eldri borgara verði of lágt til að standa undir samfélaginu.

Ég held að fólksfækkun sé hið besta mál og leiði til meiri velferðar og betra siðferðis. Fólk mun sjá betur fyrir fáum börnum en mörgum og beita mannúðlegri uppeldisaðferðum. Þótt fæðingum fækki mun starfsævin lengjast og fólk verður vinnufært þrátt fyrir sjúkdóma og fötlun. Aldraðir og sjúkir verða ekki lengur frávik og fá meiri áhrif í samfélaginu.