Dauðarefsingar

Ég heyri oft það viðhorf að þegar enginn vafi leiki á um sekt einhvers hræðilegs ofbeldismanns og morðingja, þá sé dauðarefsing rökrétt. Enginn er tekinn af lífi í Bandaríkjunum sé talið að minnsti vafi leiki á sekt hans. Því miður þá gerist það samt æði oft að þrátt fyrir að dómskerfið telji sekt manns hafna langt yfir skynsamlegan vafa, er saklaust fólk líflátið. Bara möguleikinn á að það gerist dugar til þess að sannfæra mig um að dauðarefsingar megi aldrei eiga sér stað.