Bera foreldrar enga ábyrð?

Foreldrar senda börn sín í skólann, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, þótt þeir viti að þau séu lögð í einelti. Foreldrar horfa upp á maka sinn beita börnin ofbeldi, hvað eftir annað, jafnvel árum saman og gera ekkert í því. Foreldrar horfa upp sín eigin afkvæmi nídd og kvalin af öðru fullorðnu fólki og láta það viðgangast, jafnvel í aðstæðum þar sem barnið á sér engrar undankomu von, sbr. fréttina sem ég tengdi á.

Faðir drengs­ins var skip­verji á skip­inu og varð hann vitni að sumu því sem gert var við son hans. Haft er eft­ir hon­um í dómn­um, að hon­um hefði fund­ist hann hafa brugðist drengn­um með því að grípa ekki fyrr inn í en raun bar vitni. Hefði hann verið á sjó í 25 ár og aldrei upp­lifað hegðun eins og hafi tíðkast um borð í þessu skipi.

Og svo verður fólk hissa þegar maður segir að samfélagið einkennist af barnfyrirlitningu.