Vísur handa sólargeisla

Þessar vísur orti ég árið 1988. Beggi bróðir minn samdi lag við þær 2015 en diskurinn er enn ekki kominn út.

Auga þitt er baldursbrá
birtu heiminn vefur.
Enn ríkja myrkrið má
meðan rótt þú sefur.

Að morgni er þitt brúnablóm
breiðir krónu sína.
Syngja fuglar sælum róm
og sólin fer að skína.

Kveða vættir ljúflingslag
litla drengnum, káta.
Gefa honum góðan dag
og gleðja á allan máta.

Berjabrekkan tryggð þér bast
blóm og álfahólar.
Augna þinna endurkast
eru geislar sólar.

sett í skúffu í júlí 1988

 

Share to Facebook