Skref í rétta átt

Þú veist sem er að góðir hlutir gerast hægt
og hljótt, og hljótt.
Þó miðar lítið nema leggir við þá rækt
og þrótt, og þrótt.
Stígðu skref, stígðu skref í rétta átt
Stígðu eitt skref í einu í rétta átt.

Þér yrði heilladrýgst að hamra járnið heitt
og þá og þá
þá gæti næsta spor þitt draumi í dáðir breytt
ójá, ójá.
Hvers virði er æðruleysi ef þig vantar vit
og kjark og kjark.
Hvert grátið tár mun gefa tilverunni lit
og mark, og mark.

Share to Facebook