Vængbrotinn engill

Þér, gef ég ást mína og frið,
þér, ég opna sálar minnar hlið.
Vængbrotinn engill hefur gefið mér trú
á lífið,
þessi engill, það ert þú.

#Þér vil ég kveða, minn þýðasta brag,
sofna við elsku þinnar ómstríða lag,
vakna til nýrrar gleði að morgni
og aftur næsta dag.#

Þú, hefur tendrað mér eld,
vafið angur mitt í vonarfeld.
Hjarta mitt snortið, vakið mjúkleika minn
og veikan
skal ég græða vænginn þinn.

Share to Facebook