Vísur handa Eynari

Ingólfur Júlíusson tók þessa mynd sumarið 2012

Mælir Eynar mjólkurtár í morgunsárið.
Lagar kaffi á hverjum degi
karlinn minn hinn elskulegi.

Uni ég í Eynars faðmi, ástarblíðum
inn í svefninn sætan líðum
saman út frá kvæðum þýðum.

***   ***   ***   ***   ***   ***   ***

Eynar brátt mig eflaust háttar
aldrei þráttað við hann hef
Geng því sátt til sælunáttar
segi fátt um næsta skref.

Hann er dós af draumi rósa
dekrar hárið ljósa mitt.
Launar drós með ljóði og prósa
liljur, kossa, hrós og hitt.

Share to Facebook