Kvæði handa pöbbum og pabbaskottum

Þennan texta skifaði ég við lag eftir Begga bróður minn, eitt af þessum sem aldrei verður notað.

Í æskunnar ólgusjó,
hve indælt var pabba hjá.
Hann öryggi okkur bjó
og gamla hluti gerð´ann sem nýja.

Systir manstu þá tið,
skriðu ponsuskott í pabbaholu hlýja,
Manstu þá tíð,
allt of margir dagar milli vaktafría.

Bíltúr að bátahöfn,
berjaferð sérhvert haust,
stangveiði og steinasöfn,
bíóferð á fimm vikna fresti.

Systir manstu þá tíð,
margar ökuferðir upp í sveit með nesti.
Manstu þá tíð
er til skiptis bar hann skottin sín á hesti.

Og um vetur í vondri tíð,
þegar vindurinn kinnar beit,
þá neri hans höndin blíð
yl í litla ískalda fætur.

Systir manstu þá tíð,
dvöl hjá elsku pabba, laus við þras og þrætur.
Manstu þá tíð,
kúrðu ponsuskott við pabbaskegg um nætur.

Share to Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *