Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið út og líklega ekki verið flutt opinberlega.

Elsku góða ekki grennast meir.
Ég dái mjúka magann þinn.
Þú er svo blómleg svona búttuð.
Ó besta ástarkrúttið
mitt.
Ég fíla þig.
Svo ekki far’í megrun fyrir mig.
Þú ert svo mjúk og fín og fitt.
Klípirí-klípi-klípí.

Svo smart og smellin
og smá og hnellin.
Með mjúkan maga
sem munúð alla daga,
hér
vekur mér.
Ég sé vart sólarlagið fyrir þér
þú fylgir mér, hvert sem ég fer.

Elsku, góða ekki grennast meir.
Ég þrái þrýstna kroppinn þinn.
Þú er svo fönguleg og fyndin.
Ó, fagra ástaryndið
mitt.
Ég fíla þig.
Svo ekki far’í megrun fyrir mig.
Þú ert svo þybbin, flott og fitt.
Klípirí-klípi-klípí.

Svo smart og smellin
og smá og hnellin.
Svo þekk og þrýstin
svo þetta hjarta tístir,
því,
þú ert svo hlý,
með bollukinnar til að klípa í,
í heitan faðminn þinn ég flý.

Elsku, góða ekki grennast meir
ég elska lostalærin þín.
Þú veist ég dýrka brjóst og bossa.
Ó, besta ástarhnossið
mitt.
Ég fíla þig
svo ekki far’í megrun fyrir mig.
Þú ert svo bústin, fín og fitt.
Klípirí-klíp.

Svo smart og smellin
og smá og hnellin.
Með mjaðmir mjúkar
sem mér finnst gott að strjúka,
því,
þú ert svo hlý,
með dáldið klípiklíp að klípa í,
ég þrái þennan kropp, jú sí.

Svo smart og smellin
og smá og hnellin.
Þig elska alveg
til æviloka skal – ég
– veit
þú ert svo heit
og hýr og elskuleg og undirleit
og alveg hæfilega feit.

Share to Facebook