Girl From North Country – Dylan

 

Ef leggurðu ferð þína firðina á
hvar fjöllin þau vaka og kvöldsólin skín
en stormar af hafi, þá staldraðu hjá
stúlku sem eitt sinn var unnusta mín.

Ef ferðastu að vetri í fannfergi og byl
og færðin þig tefur og stórhríð og él.
Þá samt niður í þorpið ég senda þig vil
að segja henni frá mér að klæða sig vel.

Og leggðu á minnið hvort lokkanna flóð
enn liðast um hálsinn og niður á brjóst
því öll þessi ár, gegnum lög mín og ljóð
lifir mín minning um hár hennar ljóst.

Ég bið þess og vona að hún muni eftir mér
því mynd hennar ljómar í huga mér skær.
En togarasjómanni tamast það er
að tala sem minnst um hvar hjarta hans slær.

Share to Facebook