Frestun

Ég veit það og skil fyrr en lúgan skellur
að skuldin í næstu viku fellur
en skelfingin bíður næsta dags.
Oft er frestur á illu bestur
því opna ég póstinn ekki strax.

En kvíðinn skín út um gulan glugga
grandar hann svefnsins friðarskugga
og geighús mitt lýsir allt um kring.
Í hug mér kúrir, sem hamstur í búri
og hleypur í vaxtavítahring.

Share to Facebook