Elías

Í gær reið hann Elías grænbláum hesti í hlað,
gæðinginn bauð mér til ferðar og tauminn mér rétti.
Fákurinn Pegasus fetaði rólega af stað
en fyrr en mig varði hann hóf sig á loft, fram af kletti.

Á vængjum hans sveif ég um vegleysur ljóðsins og hló
og vinur minn sá að ég fílaði gripinn í ræmur.
Hann gætti þess vel að ég lenti í grösugri tó
því grænbláir flughestar brotlenda ef knapinn er næmur.

Ferðin var ljúf og ég fékk honum aftur sinn taum
í fyrsta og einasta sinn reið ég vængjuðu hrossi.
Á brott er nú Pegasus horfinn í blágrænan draum
en brátt kemur Elías gangandi og heilsar með kossi.

Er Elías leikur á rykfallna hjarta míns lýru
ég skála í nafni hans skreyttu með askorbínsýru.

 

Share to Facebook