Categories: FjölmiðlarFréttir

Meðlimur í ritskoðunarhópi Þjóðaröryggisráðs birtir lista yfir áreiðanlega blaðamenn

Ég hef þegar velt vöngum yfir þeirri undarlegu ákvörðun að koma á fót vinnuhópi sem á að skera úr um það hvaða upplýsingar teljist falsfréttir. Sérstaklega í ljósi þess að þegar hafa komið fram vægast sagt vafasamar hugmyndir um það hvað teljist falsfrétt og hvað ekki.

Rétt í þessu var mér bent á Twitter-færslu annars meðlims þessa hóps, Önnu Lísu Björnsdóttur, sem jafnframt er starfsmaður Vinstri grænna.

Með Twitter-færslunni birtir Anna Lísa lista yfir blaðamenn og stjórnvöld sem að hennar sögn birta bara réttar upplýsingar. Nú bíðum við bara spennt eftir listanum yfir þá blaðamenn sem ekkki hljóta náð fyrir augum ritskoðenda.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago