Fréttir

Hátt dánarhlutfall skýrist af nákvæmni í skráningum – segir Tegnell

Anders Tegnell, yfirsóttvarnalæknir Svíþjóðar, telur hið háa hlutfall látinna í Svíþjóð miðað við mörg önnur lönd skýrast af nákvæmni Svía í skráningum.

Tegnell segir, að þar sem í Svíþjóð séu smit greind og rakin, sé skráning dánarorsakar áreiðanleg. Í flestum öðrum löndum megi búast við skekkjum í opinberum tölum um fjölda smita og hætta sé á að andlát af völdum kórónusýkingar séu ekki rétt skráð. Í sumum löndum séu t.d. aðeins skráð andlát þeirra sem hafa látist á heilbrigðisstofnunum auk þess sem ekki sé alltaf hægt að gefa út opinberar tölur í rauntíma og misjafnt milli ríkja hvernig staðið sé að skráningu tölfræðilegra gagna. Hann telur óraunhæft eins og málin standa að samanburður milli landa gefi raunsanna mynd. Réttari niðurstöður muni fást í framtíðinni þegar betri gögn liggja fyrir.

Tegnell telur að samanburður milli landa sé óraunhæfur, sérstaklega þegar einblínt sé á dánarhlutfall. Nauðsynlegt sé að skoða einnig tölur um gjörgæslulegur og áhrif stjórnvaldsaðgerða á samfélagið.

Göteborgs-Posten greindi frá

Kvennablaðið hefur fjallað um misbrest á skráningum aldraðra sjúklinga sem látast úr kórónuveiki í Bretlandi og Frakklandi. Ritstjórn hefur ekkert fundið sem bendir til þess að aldraðir séu undanskildir í opinberum tölfræðigögnum hinna Norðurlandanna.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago