Einkamálaeftirlitið hefur úrskurðað að fyrrverandi borgarstjóri og skemmtikraftur sá er gengur undir nafninu Jón Gnarr verði vessgú að taka upp nafn sem sönnum Íslendingi sæmi.

Í úrskurði eftirlitsins segir að samkvæmt íslenskum beygingarreglum sé Jón annaðhvort kvenmannsnafn, þ.e.a.s. hún jónin, og beygist eins og sjónin, ellegar hvorgugkynsnafn eins og grjón og tjón.

Mikil hætta sé því á að það verði Jóni til ama og jafnvel tjóns að heita Jón rétt eins og hver önnur kelling eða það sem verra er; transi eða annars konar óskilgreindur öfuguggi. Auk þess sé hætta á að hann verði uppnefndur Jón – tjón eða Jón – flón, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Jóni hefur því verið gert að laga nafn sitt að íslensku beygingarkerfi og mun hann héðan í frá heita því ágæta karlmannsnafni Jónn, sem beygist eins og þjónn og er yfirvaldinu þóknanlegt.

Rithöfundurinn Sjón mun einnig hafa móttekið erindi einkamálaeftirlitsins og mun framvegis bera karlmannsnafnið Sjónn.

Ljósmynd Eddi Jóns.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago