Var að fá reikning frá kortafyrirtækinu og sé að ég hef tekið út skotsilfur í síðasta mánuði. Í alvöru, þetta stendur á reikningum; skotsilfur. Sé fyrir mér miðaldariddara með silfurpeninga í leðurpyngju. Finnst einhverveginn að fimmþúsundkall afgreiddur úr hraðbanka hljóti að heita reiðufé en ekki skotsilfur.

Annars er orðið skotsilfur ekki að finna í Orðsifjabókinni. Skot eitt og sér getur merkt fjárframlag svo líklega er tengingin þaðan. Nema skotsilfur eigi eitthvað skylt við skotaskuld. Ellegar andskota. Það er náttúrulega alltaf doldið unskot að þurfa að borga reikningana sína.

—-

Þegar ég fann þessa stuttu færslu hér að ofan, frá árinu 2005, hugsaði ég fyrst að kortafyrirtækin hlytu að hafa uppfært orðaforðann sinn síðan. En skotsilfrið virðist enn í fullu gildi.