Kyn & klám

Að rjúfa þessa ærandi þögn

Í íslenskum fjölmiðlum er tilfinnanlegur skortur á nauðgunarfréttum. Að vísu fann ég nokkrar fréttir frá síðustu dögum en margar þeirra eru frekar litlar og lítið áberandi. Auk þess er ekki alveg að marka síðustu vikuna því margar af klámfréttum síðustu viku snúast eiginlega meira um dónakalla og háskóla en um glæpi dónakalla.  Frá mánaðamótum hef ég t.d. ekki rekist á nema eina opnuumfjöllun um nauðganir í DV, eina fimm síðna í Kjarnanum og  eina þrettánsíðna í Nýju lífi.

Nauðsynlegt er að rjúfa þessa ærandi þögn um kynferðisofbeldi. Því ættu íslenskir fjölmiðlar að setja sér það markmið að gefa aldrei út blað nema hafa minnst eina opnuumfjöllun um nauðganir og dónakalla.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago