Kynlífssala er lögleg á Íslandi. Kynlífskaup eru það ekki. Kynlífsþjónn telst þannig brotaþoli ef upp kemst. Þrælahald er heldur ekki löglegt. Manneskja í kynlífsánauð telst samkvæmt því fórnarlamb glæps, reyndar bæði fórnarlamb viðskiptavinar síns og fórnarlamb þess sem heldur henni ánauðugri. Engu að síður eru meintar hórur handteknar eins og ótíndir glæpamenn. Og ekki bara meintar hórur heldur líka meintir kynlífsþrælar.

Ég minnist þess ekki að hafa séð frétt um að brotaþolar líkamsárása, rána eða annarra glæpa hafi verið handteknir. Fréttir af handteknum kynlífsþjónum og/eða kynlífsþrælum afhjúpa því þá afstöðu lögreglunnar að kynlífssala sé glæpur. Handtakan er  væntanlega ólögleg en ólíklegt að konan muni sækja sinn rétt gagnvart yfirvaldinu.

Allar líkur eru á að konan hafi verið handtekin undir því yfirskyni að það sé henni fyrir bestu. Ef til vill er hún alls ekki fórnarlamb mansals og þá er handataka hentugur liður í því að brjóta hana niður og þvinga hana til að vitna gegn samstarfsfólki sínu. Kannski þarf líka að manna laust pláss í Kristínarhúsi svo starfmenn þess geti sannfært yfirvaldið um að þær séu ómissandi og fái tækifæri til að heilaþvo eina konuna enn. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem kynlífsþjónar sæta þeirri meðferð.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago