Nýyrðasmíð er áhugaverð, skemmtileg, góð. Nýir tímar kalla á ný orð og það er gaman að auðga málið með góðum nýyrðum, vel heppnuðum tökuorðum og endurvinnslu á úreltum orðum.

Það gladdi því viðkvæma málkennd mína þegar ég sá hið dásamlega orð langtímabúsetuúrræði, notað í frétt um aðstæður heimilislausra. Hversvegna að nota jafn fábreyttan orðaforða og húsnæði, dvalarstaður, híbýli, vistarvera, heimili, skjólshús, bústaður, íverustaður, gististaður og athvarf, þegar mögulegt er að nota hið stórkostlega vanmetna orð úrræði?

Ég legg til að sett verði á laggirnar svokölluð úrræðanefnd og verði hlutverk hennar að finna og útbreiða ýmis málfarsúrræði með áherslu á lausnir annarsvegar og úrræði hinsvegar. Úrræðanefnd gæti lagfært ýmsar ambögur og sett úrræðalausnir í staðinn. Greiðslufrestur yrði þannig frestunarúrræði, fæðingar yrðu barneignalausnir, brandari yrði spaugsemisúrræði og brauðrist yrði ristabrauðslausn.

Helst þyrfti úrræðanefnd að bjóða upp á heildrænar máfarslausnir með heildstæðum nýyrðaúrræðum.



Þessu tengt:

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago