Categories: Endurminningar

Viltu gefa kærustunni dýra-skartgripi?

Þessir eru víst að reyna að vera ægilega sniðugir en vinkonurnar kunna greinilega ekki að meta dýra-skartgripi í Tiffanys öskjum.

Ég er gjörsneydd góðum gjafahugmyndum og allra erfiðast hefur mér reynst að velja kærastagjafir. Eins hallærislegur og mér finnst sá siður Dana að skrifa óskalista fyrir jól og afmæli (fullorðið fólk gerir þetta í alvöru) þá verð ég að viðurkenna að það er praktískt.  Ég hef örugglega oft gefið ömurlegar gjafir, ekki af því að ég hafi ætlað að vera sniðug heldur af því að mér datt ekkert sniðugt í hug.

Ég hef einu sinni fengið hræðilega vonda gjöf. Ég var 16 ára og fékk alveg óvænta gjöf frá kærastanum mínum þegar hann kom heim úr sveitinni. Mjög sérstakt hálsmen sem hann hafði búið til sjálfur. Grábrúnir angar, nánast þrístrendir, festir á leðurreim. Mér datt helst í hug að þetta væru stilkar af einhverri plöntu sem yxi í nánd við bæinn þar sem hann hafði dvalið. Ég setti hálsmenið á mig og spurði hann hvað þetta væri.
„Þurrkaðir músahalar“ sagði hann.

Hann var ekki að reyna að vera sniðugur heldur frumlegur. Honum fannst þetta í alvöru góð hugmynd, af því ég hafði einhverntíma sagt að hagamýs væru krútt, og varð dálítið sár þegar ég sleit festina af mér í hysteríukasti.

Ég hélt lengi að hann hefði verið svona einstaklega ósmekklegur en um daginn fann ég mynd af svipuðum grip á netinu.

Góð gjafahugmynd fyrir unga menn sem hafa aðgang að útihúsum þar sem músagangur er vandamál? Ég mæli allavega ekki með því.

Konur sem vilja dýra-skartgripi eru líklegri til að falla fyrir einhverju í þessa veru:

Ég mynd samt ganga úr skugga um að engin lirfa væri enn í hylkinu áður en ég pakkaði því.

Hér útskýrir franski listamaðurinn Hubert Dupart hvernig hann framleiðir dýra-skartgripi í samstarfi við lirfur vorflugunnar.

Svo má auðvitað hrekkja kærustuna með því að gefa henni dýra-skartgripi frá Tiffanys. En það er dýr djókur og ég myndi allavega ekki setja svona smekkleysu um hálsinn á mér.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago